íbúaráð eins og þau virðast vera sett upp hér eru dæmd til að mistakast. Til að ná sem bestum árangri þurfa mörg sveitafélög að koma að þessu verkefni. Ég hef unnið í um 15 ár að eflingu íbúðaráða í um 300 þorpum í 3 löndum Balkans skaga, Albaníu, Bosníu og Makedóníu og var einn af stofn meðlimum í The Rural Parliament. Mikilvægast af öllu er að velja í þessi ráð fólk af því svæði sem hvert ráð hefur umsjón með. Alls ekki ætti að blanda pólitík í skipun þessara ráða og að fá algjörlega óvilhalla menn til að aðstoða við skipun. Íbúaráð ætti m.a. að veita aðhald að þeim sveitafélögum sem veljast í verkefnið. Hér á Íslandi var félagsskapur "landsbyggðin Lifir" sem hefði henntað en áherslur þeirra og stefna er kanski ekki heppileg þar sem megin áhersla er á Landsbyggðina en íbúar þéttbílisins frekar sniðgengnir. Þó sú áhersla sem Reykjavíkurborg hefur lagt á þessi má sé að mínu mati röng er hugmyndin að íbúðaráðum góð en ætti að vera víðfeðmari en ég gæti ímyndað mér að enginn lesi póstin
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation