Það er e.t.v. meira í anda innihalds áherslu 1. að hafa yfirskriftina "Hver manneskja er einstök" í stað "Engir tveir eru eins". Sömuleiðis er það kynhlutlausara orðalag.
Einstaklingurinn/manneskjan er þannig í öndvegi, líkt og lagt er upp með í nánari útfærslu áherslunnar, en ekki stillt upp í samanburði við einhverja aðra persónu. "Það, að engir tveir eru eins, er grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar" yrði þá "Það, að hver manneskja er einstök, er grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar." Og þá sömuleiðis uppfært í 1.1. og 1.2.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation