Almennileg æfingaaðstaða á Klambratún*

Almennileg æfingaaðstaða á Klambratún*

Hvað viltu láta gera? Setja almennilega líkamsræktaraðstöðu á Klambratún með æfingabúnaði eins og frá finnska fyrirtækinu Lappset. Þá er ég ekki að tala um þessi æfingatæki sem má nú þegar finna víða um höfuðborgarsvæðið, heldur æfingatæki sem svipa til þeirra sem má finna í Crossfit stöðvum, t.d. stangir með lóðum, kassa fyrir kassahopp, upphífingarstangir, fimleikahringir, bolti og veggur til að gera wall balls, kaðla o.fl. Svipaðar æfingaaðstæður má finna t.d. í Stadsparken í Lundi og víða í Finnlandi. Sjá myndir sem fylgja með og hér er slóð á myndband sem sýnir dæmi um sambærilega æfingaaðstöðu: https://www.youtube.com/watch?v=sX4oYrKGOkU Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru margar ástæður fyrir því, m.a.: 1. Það minnkar streitu og bætir svefn að æfa utandyra. 2. Ókeypis líkamsrækt fyrir borgarbúa. 3. Umhverfisvænni leið fyrir íbúa í hverfinu til að hreyfa sig, í stað þess að hoppa upp í bíl og keyra á næstu líkamsræktarstöð þá þarf bara að klæða sig vel, skokka út á Klambratún og taka góða æfingu. 4. Getur sparað fólki töluverðan tíma. 5. Meiri möguleikar að taka börnin með sér í hreyfingu dagsins ef æfingasvæðið væri t.d. staðsett við hliðiná leikvellinum, þá væri m.a. hægt að taka góða æfingu á meðan barnið leikur sér á leikvellinum eða taka æfingu á meðan barnið sefur í vagninum. 6. Betra skap og betri heilsa. *Hugmyndir sameinaðar við Útirækt: https://betrireykjavik.is/post/32690 Lóð í Klambratún: https://betrireykjavik.is/post/38778

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information