Samgöngur og umferðamál

Samgöngur og umferðamál

Borgarstjórn hefur keyrt ákveðna stefnu í umferðarmálum síðustu ár, nota almenningssamgöngur og auka notkun á reiðhjólum sem ferðamáta. Í sjálfu sér göfug og góð stefna en á móti hefur byggst upp mjög mikil óánægja meðal íbúa um skort á lausnum í umferðamálum. Það væri alvöru lýðræði ef íbúar fengju að ráða einhverju í þessari stefnumótun. Ein leið væri að gera skoðanakönnun á viðhorfum íbúa og spyrja um ánægju þeirra og áherslur, jafnvel kjósa um slíkt í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Points

Góðar almenningssamgöngur og reiðhjól eru í sjálfu sér hagkvæmur og hollur ferðamáti, en henta ekki öllum. Það þarf ekki auðugt ýmyndunarafl til að sjá fyrir sér hvernig þú sækir krakka í leikskóla og kaupir í matinn á leiðinn heim úr vinnunni, notandi reiðhjól eða strætó, það er því miður ekki alltaf blíðviðri á klakanum. Ef lýðræði væri það sem stefnt er að ætti að leyfa lýðnum að ráða og skapa líka góða aðstöðu fyrir þá sem vilja, eða þurfa, að notast við einkabíl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information