Handboltaaðstöðu þarf að bæta.

Handboltaaðstöðu þarf að bæta.

Byggja handboltaaðstöðu við Egilshöll, þ.e. löglegan keppnisvöll. Það hefur einnig komið upp hugmynd um að byggja við Rimaskóla, nota þá búningsklefa þar og þá myndi töluvert sparast.

Points

Rétt að íþróttafélögin fjármagni þetta sjálf, ekki skattgreiðendur.

Einn handboltavöllur í svona stóru hverfi er ekki boðlegt. Þarf að keyra barn í Kórahverfi í Kópavogi 11 km (samtals 44 km tvær ferðir). Mikill áhugi er á handboltanum í Fjölni og gott starf í gangi en aðstöðuleysið er mikið. Það er búið að tala um þessi mál í allt of langan tíma, ekkert gerist. Þetta er verkefni sem ætti að setja í forgang og löngu kominn tími til.

Ungmennafélagið Fjölnir er stærsta íþróttafélag grafarvogs sem hefur barna og unglingastarf. Hjá félaginu starfa fjölmargir frábærir einstaklingar sem eiga ótrúlega stórann þátt í forvarnarstarfi allra barna og unglinga í grafarvogi. Íþróttir eru besta forvörnin sem samfélagið okkar hefur uppá að bjóða fyrir börn og unglinga. Eitt stærsta hömlunin þessar mundir til þess að Fjölnir getur aukið áhrif sín í forvörnum er aðstöðuleysi. Betri handboltaaðstaða myndi gera Grafarvog að betra hverfi!

Nú í dag deila handboltadeild og körfuknattleiksdeild sömu aðstöðu. Körfuknattleiksdeild Fjölnis er ein stæðsta körfuknattleiksdeild Íslands og handboltinn vex með hverjum deginum. Nú er staðan þannig að við getum ekki annað en stytt æfingatíma iðkennda og eru börn og unglingar í Grafarvogi einu stæðsta hverfi Reykjavíkur með álíka aðstöðu og lítil bæjarfélög út á landi. Það vita allir að hreyfing er mikilvæg öllum og hvað þá sem forvörn. Við viljum hlúa að íþróttaiðkun og leifa öllum að njóta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information