Reitur til minningar Hálogalandi.

Reitur til minningar Hálogalandi.

Hugmyndin er að gera horn það sem er fyrir framan Gnoðarvogblokkina fremstu, þá sem er næst Skeiðarvogi/Gnoðarvogi að garði með bekkjum þar sem næðis má njót og um leið að kynnast stórmerkri sögu gatnamóta Suðurlandsbrautar/Skeiðarvog/Gnoðarvog. Þar stóð Hálogaland, íþróttahús Reykvíkinga og þar skemmti Bob Hope og þar söng Marlene Dietrich. Undirritaður er tilbúinn að koma að þessu verkefni enda sagnfræðingur sem búið hefur í Vogahverfi alla sína æfi. Með kveðjum, Gunnar -Guðjohnsen Bollason

Points

Mikilvæg sögu Vogahverfis og þar með sögu Reykjavíkur. Post Scriptum: Það verður að laga þennan vef og bæta við stafafjölda við "Lýstu hugmyndinni." Það er eiginlega ekki hægt að skrifa óbrjálaða íslensku þarna inn.

Góð hugmynd og löngu tímabært. Hálogaland var ekki bara íþróttahús, það var ef ég man rétt fyrsta safnaðarheimili Langholts, Vogaskóli nýtti það til leikfimikennslu ofl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information