Eldra listafólk þarf rými

Eldra listafólk þarf rými

Mér finnst vanta inn í menningarstefnuna ákvæði um eldra listafólk. Það er málefni sem gengur þvert á alla aðra samfélagsþætti, og sem jaðarhópur hefur eldra listafólk þarfir og sérstöðu sem á ekki við aðra. Ég þekki best til í bókmenntalífinu, þar sem Bókmenntaborgin hefur staðið sig mjög vel í því að sinna bæði grasrótinni, höfundum með annað móðurmál en íslensku, sem og aðstoða alls konar hópa sem koma til þeirra með hugmyndir. Einn hópur þykir mér þó standa dálítið út úr, og það eru höfundar sem eru komnir á eftirlaunaaldur. Ef eldri skáldi eru ekki orðin þeim mun þekktari, þá eiga þau til með að hverfa úr senunni, eiga erfiðara með að fá verk sín útgefin, og missa tengslin við aðra höfunda. Ég þekki það sjálfur að þegar ég hef skipulagt viðburði að það getur hreinlega verið erfitt að hafa upp á eldri höfundum. Eftir því sem ég best veit þá er það sama upp á teningnum í öðrum listgreinum. Eldra fólk er jaðarhópur sem á til með að gleymast. Það ætti að vera hluti af menningarstefnu Reykjavíkur að koma til móts við þarfir eldra listafólks og skapa aðstæður á þeirra eigin forsendum til þess að það geti tekið fullan þátt í listalífi borgarinnar á jafnræðisgrundvelli. Þörfin til að tjá sig og gleðin sem því fylgir hverfur ekki eftir því sem fólk eldist. Raddir eldra listafólks eiga að heyrast, og verk þeirra eiga að sjást. Sköpun eldra listafólks þarf rými sem það fær oft ekki í samfélaginu. Það ætti að vera ákvæði um koma til móts við eldra listafólk og styðja við sköpun þeirra í menningarstefnu Reykjavíkurborgar.

Points

Fully support this idea. Plus it would be nice to implement intergenerational workshops, collaborations, exhibitions or programs.

Myndlistahópur eldri borgara í Gerðubergi er orðinn hornreka ! Kannski er Geruberg orðið of lítið Menningarhús fyrir þessa miklu starfsemi, hópurinn hafði góða aðstöðu sem þurfti að breyta í skrifstofur svo að það er ekki búið vel að þessum hópi sem hefur fækkað verulega í vegna mikilla breytinga sem hentar ekki þessum hópi...

Sammála. Aldursmismunun verður að vera tækluð ef allir eiga að geta tekið þátt. Það væri áhugavert að sjá hversu margir skapandi einstaklingar eru komnir á eftirlaun og eiga minni tækifæri á að taka þátt í menningu reykjavíkur eftir að hafa kannski aldrei áður haft tíman til að iðka listsköpun sína.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information