Áhyggjuefni vegna íbúaráðanna

Áhyggjuefni vegna íbúaráðanna

Breiðholt þarf að hafa tvö íbúaráð. Þar eru 3 stór hverfi svo ekki veitir af. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna eru að þau eru ekki nægjanlega aðgengileg borgarbúum. Hvergi kemur fram hvernig best er að koma erindum til þeirra. Annar vandi er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski, yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur sínu fram í krafti valds. Formaðurinn sem er hápólitískur getur í raun ráðið um hvað er rætt í ráðinu. Í raun má segja að íbúaráðin, mörg hver séu eins og mini borgarstjórn.

Points

Dæmi um umferðarteppu á Breiðholtsbraut. Ósk hefur komið um að þessi mál verði rætt í íbúaráðinu sérstaklega leggurinn frá Jaðarseli að Rauðavatni. Formaður íbúaráðs í Breiðholti vill það ekki fyrr en deiliskipulag Arnarnesvegar liggur fyrir. Gatnamót Arnarnesvegar munu ekki greiða leið um Breiðholtsbraut. Umferð á þessum eina akreinalegg mun því ekki minnka, jafnvel aukast, við tenginguna við Arnarnesveg. Þessi einakreinaleggur er nú þegar áberandi flöskuháls og það þarf að ræða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information