Fjölskyldusvæði á gamla Ármannsvöllinn

Fjölskyldusvæði á gamla Ármannsvöllinn

Skilgreina gamla Ármannsvöllinn sem eftir er óbyggður sem grænt svæði fyrir útivistar og fjölskyldusvæði. Hægt væri að byggja allt svæðið upp mjög veglegt og myndarlegt yfir lengra tímabil. En þó að einhverjar framkvæmdir í þessa átt myndu byrja strax og auðið er. Mikilvægt er að taka strax stefnu um að þarna komi ekki fleiri byggingar heldur verði þetta grænt svæði

Points

Það er of langt bæði í Laugardalinn og Klambratúnið og það sárvantar grænt og fjölskylduvænt svæði í Túnin. Það myndi nýtast fjölskyldum, elliheimilinu, ÍFR og fólki sem vinnur í Túnunum og vill t.d hreyfa sig í hádeginu. Huggulegt grænt svæði myndi stórbæta hverfið og í núverandi mynd er þetta alls ekki aðlaðandi.

Í túnunum hefur verið mikil uppbygging bæði íbúða og atvinnuhúsnæðis. Það hefur setið á hakanum lengi að huga að grænu reitunum í hverfinu. Nú er aðeins eitt svæði eftir í nágreninu sem kemur til greina sem útivistar og fjölskyldusvæði. Það er mikilvægt að gera þetta strax að grænum reit svo ekki rísi þarna fleiri turnar. Þarna eru nú þegar 2 rólur og 1 rennibraut í mjög óaðlaðandi umhverfi. Það ætti ekki að þurfa mjög mikið fjármagn til að gera þetta mun líflegra svo fólk komi og sæki staðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information