Fjölgun bílastæða við Hæðarsel í Seljahverfi

Fjölgun bílastæða við Hæðarsel í Seljahverfi

Það vantar fleiri bílastæði við Hæðarsel. Grasfletir eur fyrir framan húsin nr. 3, 9 og 11. Fyrir framan önnur hús sömu megin við götuna eru hins vegar bílastæði. Það færi vel á að breyta þessum grasflötum í bílastæði og ná þannig að fjölga þeim um a.m.k. 9.

Points

Því miður hefur Reykjavíkurborg ekki staðið sig vel í að slá grasfletina og er slátturinn því að öllu jöfnu framkvæmdur af eigendum viðkomandi húsa. Þetta eru litlir fletir, breidd þeirra samsvarar einungis breidd á bílastæði. Bílum er iðulega lagt meðfram grasflötunum sem leiðir til þess að bílar geta ekki mæst sem aftur skapar hættu bæði hjá gangandi og akandi vegna þrengsla. Í umræðu um græna fleti skipta þessir "renningar" ekki sköpum en hins vegar væri með þessu hægt að auka öryggi íbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information