Það vantar nauðsynlega gangstétt niður eftir Flókagötu, Klambratúnsmegin. Núna í sumar verð þetta fljótt að drullusvaði.
11.nóvember 2013: Fyrirsögn breytt til að lýsa hugmynd betur.
Fólk gengur meira og hjólar.
Það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir því að fólk komi gangandi á Kjarvalsstaði. Í meira en 10 ár hef ég talað fyrir þessu en bíð enn eftir þessari gangstétt þarna. Það er ömurlegt að þurfa að ganga þarna í drullu þegar aðstæður eru þannig, nú eða færa sig út á götu, með tilheyrandi hættu.
Það þyrfti líka að endurskipuleggja göngustígana í garðinum sjálfum. Það mætti t.d. taka myndir af garðinum úr lofti þegar snjóar, til þess að sjá hvar fólk gengur. Drullustígar myndast á hverju sumri vegna þess að margir þvera garðinn þar sem ekki eru stígar.
Það er mjög góð gangstétt á Flókagötu og aðgengi að Kjarvalsstöðum er gott. Nýtum skattfé í þörf verkefni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation