Gönguleið í kringum Rauðavatn

Gönguleið í kringum Rauðavatn

Malbika gönguleiðina í kringum Rauðavatnið.

Points

Innsti hluti Aðalbrautar er varla fær bílum, hvað þá fótgangandi.

Ekki er hægt með góðu móti að fara í kringum Rauðavatn með barnavagn eða börn á hjólum vegna þess að það er gróf möl á stígunum þessa leið. Ekki er heldur gott að hlaupa eða ganga þessa leið því slóðin í kringum vatnið er afar misjöfn og ætluð aðeins hestum á stöku stað. Á blautum dögum er sumsstaðar bara drulla. Það væri gaman að geta gengið og hlaupið þarna allt árið um kring á almennilegum stígum.

Það er engin göngustígur í kringum Rauðavatn, nema þá þeir sem fara langleiðina uppá Hólmsheiði, þar er reiðvegur sem nokkur þúsund manns yrðu ekkert ofboðslega ánægð með að yrði malbikaður. Það mætti hins vegar alveg setja malbikaðan stíg í kringum vatnið að því gefnu að hann væri góðan spöl frá reiðveginum þar sem rykmökkurinn af hestunum er ekki spennandi eða heilsusamlegt útivistarsvæði.

Það er best að bíða með framkvæmdir meðfram Suðurlandsvegi þar til hann hefur verið breikkaður (og líklega eitthvað fyll upp út í vatnið þar meðfram). Hins vegar stendur ekkert í vegi fyrir malbikuðum gangstíg norðan við skóginn. Þar mætti hann helst vera nær vatninu.

Alls ekki að malbika heldur útbúa malarstíg hringinn. Fer betur með líkamann að labba og hlaupa á möl en malbiki!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information