Reist verði á sundlaugarlóðinni veglegt upphitað glerhýsi yfir heita potta þar sem áhersla verði lögð á saltvatnspotta eins og þann sem þegar er í Laugardalslaug. Útipottar verði þó einnig áfram.
Líklegt er að gestir Laugardalslaugar kynnu vel að meta það að byggt yrði veglega yfir heitu pottana. Þar yrði skjólbetra en nú er og væri í þessu húsi 20 gráðu lofthiti á Celsiuskvarða eða svo gæfi það enn meiri skjól og tilbreytingu frá íslensku loftslagi og veðurfari en nú fæst með sundlaugarheimsókn. Sem er þó veruleg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation