Spennandi ærslasvæði með klifurvegg & rennibrautum

Spennandi ærslasvæði með klifurvegg & rennibrautum

Svæði þar sem krakkar (og fullorðnir) gætu fengið að ærslast og reyna á sig. Mér dettur í hug klifurveggur og trampólín við sundlaugarbakkann og stökkbretti. Mætti líka vera hangi-aparóla sem endar ofan í sundlauginni. Steypt rennibraut með litlum pottum inn á milli væri líka frábær staður fyrir fjölskyldur og skemmtileg nýting á rými. (Fékk hugmyndina frá Vandkulturhuset i Valby, Kaupmannahöfn). Það væri líka fáránega flott að vera með helli undir rennibrautinni, sem gæti verið túrista segull.

Points

Frábær hugmynd. Það er flott sundlaug í Lundi í Svíþjóð sem er með öldulaug, fossi (rennibraut með mjög kröftugu rennsli), klifurvegg og tveimur stórum rennibrautum. Hins vegar þá er það allt alveg aðskilið stóru sundlauginni þar sem synt er og mér sem foreldri fannst alltaf hundleiðinlegt að þurfa að hanga allan tímann inná sér svæði (kostaði líka sér) í stað þess að þetta væri allt samhangandi. Það er ábending til hönnuða að hanna svæðin saman - ekki hafa svona dót útfyrir aðalsvæðið.

Þetta er svæði þar sem beinlínis er hvatt til hreyfingar er góð fyrir lýðheilsu landans. Þetta gæti gert laugina að áfangastað fyrir íþróttafólk og fjölskyldur með fjörug börn. Ég held líka að rennibrautarpottarnir væru frábær staður fyrir börn á öllum aldri og gaman að láta sig renna í næsta pott.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information