Það þarf að hækka hitastigið í barnalauginni. Það er ekki bjóðandi fyrir foreldra að vera ofan í ískaldri barnalauginni á meðan börnin leika sér. Það þyrfti að aðskilja barnalaugina og djúpu laugina til að gera þetta mögulegt.
Tek heilshugar undir þetta. Stærsti gallinn við laugina í dag er lágt hitastig í barnalauginni.
Hitastigið á barnalauginni er ekki boðlegt fyrir fólk. Það er kvöl og pína fyrir foreldra að þurfa að fara með börnunum í barnalaugini sökum lágs hitastigs. Þessi ráðstöfun ýtir undir það að foreldrar sendi börnin eftirlitslaus í laugina til að forðast að fara í hana sjálf. En til þess þyrfti líklega að loka á milli yfir í djúpu laugina, þannig væri hægt að stilla hitastigið betur af.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation