Fjarlægja eða minnka 50m útilaug

Fjarlægja eða minnka 50m útilaug

Það er óþarfi að hafa tvær 50m laugar á sama blettinum

Points

Það fer mikið svæði undir 50m útilaugina og það er óþarfi að hafa hana þegar það er önnur 50m laug nokkrum metrum frá. Minnka laugina niður í 25m eða fjarlægja hana og láta innilaugina duga fyrir þá sem vilja synda. Þá myndast pláss fyrir grynnri laugar eða aðra skemmtilega aðstöðu.

50 metra útilaugin er ástæðan fyrir því að ég sæki Laugardalslaugina. Innilaugin er mjög oft frátekin fyrir skólasund og sundæfingar íþróttafélaga og það er bara ekki hægt að bera saman að synda inni og úti.

Innilaugin er yffirleitt upptekin vegna sundæfinga og það yrði gríðarlega mikill missir fyrir almenna fastagesti sem synda í 50m.útilauginni ef hún verður minnkuð eða fjarlægð. Þó nokkur fjöldi syndir þarna á hverjum degi.

Það er aðeins ein laug 50 m og þess vegna sæki ég hana og þangað kemur stór hópur og syndir úti allan ársins hring. Það þarf að standa vörð um góða aðstöðu fyrir sundfólk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information