Ljósahönnun; nú eru víða sterk flóðljós sem lýsa upp Laugardalslaugina á einstaklega órómantískan hátt. Ég legg til að við endurgerð laugarinnar verði hugað að áreiti sem slík ljós hafa á marga. Þar að auki mætti huga að hljóðhönnun á sama hátt, þ.e. skapa rými þar sem er hljóð og önnur þar sem má ærslast og busla. Listinn er ekki tæmandi. 😊
Frábær hugmynd. Ætlaði einmitt að stinga upp á þessu.
Þrátt fyrir að Laugardalslaugin okkar sé yndislegur staður til að leika sér, notast margir við laugina til að slaka á. Það er hægt að styðja betur við þann stóra hóps fólks með því að minnka áreiti.
Sammála. Nauðsyn fyrir svo marga(bæði þetta með lýsingu og hljóðdempun), t.d. nauðsyn fyrir þá sem eru á einhverfurófi, með kvíðaröskun, mígreni, félagskvíða, flogaveiki, lítil ungabörn ofl. En líka bara fyrir alla þá sem nota, vilja nota sund og sundlaugar sem góða andlega og líkamlega slökun. (Já Gufuböðin eru og hafa kanski verið góður staður til að slaka á, EN gufuböð eru því miður alls ekki hentug fyrir alla vegna líkamlegra/líffræðilegra ástæðna. Og þessvegna styð ég þessa frábæru hugmynd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation