En að byggja gufuböð inn í hluta af gömlu stúkunni? Hér er tækifæri til að gera meira úr gufubaðsmenningu á Íslandi. Nýta má bekki og halda í ásýnd stúkunnar eins og hægt er. Þá er vel hægt að tengja sundlaugarsvæðið við gufuböðin. Sérstaklega ef stórir gluggar eru á aðstöðunni sem veita óheft útsýni. Gufuböðin verða að tengjast svæðinu i kring enda ekkert betra en að stíga reglulega út úr gufu í kuldann eða sólbaðið. Kaffihús eða veitingar geta einnig vel tengst gufuböðum!
Gufuböð er hægt að nota allan ársins hring, allan daginn af fólki á öllum aldri. Líka í öllum veðrum! Gufuböðin vekja eftirtekt, sérstaklega ef byggð inní friðaða stúkuna og laða að gesti og jafnvel fjölga fastakúnnum á svæðið. Gufur eru ekki síðri en góðir heitapottar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation