Kaldur pottur og gufubað/eimbað hlið við hlið

Kaldur pottur og gufubað/eimbað hlið við hlið

Hafa góðan kaldan pott við hlið gufubaðs eða eimbaðs. T.d. eins og er í Breiðholtslaug og Sundhöllinni, þar sem köldu pottarnir eru mjög vel útfærðir. Núverandi kaldur pottur er of langt frá eimbaði, en það fer svo vel saman að fara inn og út úr gufu og beint í kaldan pott.

Points

Gufa og kaldur pottur eru best saman

Fín hugmynd. Gæti verið hægt að víxla pottum þannig að potturinn sem er í dag 42 gráðu heitur verði þar sem kaldi potturinn er í dag, og þar sem kaldi potturinn er i dag verði 42 gráðu heiti pottur. Erfitt þó eins og staðan er í dag, því 42 gráðu potturinn er í dag með nuddstútum, og kaldur pottur með nuddi er kannski ekki alveg málið. Eða hvað ? Fínt þó þegar ráðist yrði í endurgerð laugarsvæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information