Setja upp vatnspóst í Vesturbænum þar sem hugsað er um fullorðna, börn og ferfætlinga, bestu vinina. Vatnspósturinn yrði á þremur hæðum.
Á göngu um bæinn, þar sem maður fer fram hjá vatnspóstum, hefur maður tekið eftir því að það er nánast alltaf bara gert ráð fyrir fullorðnir einstaklingar þurfi að svala þorstanum. Maður hefur oft hugsað út í það hvort það væri ekki alveg snilld að vera með vatnspóst þar sem hundar myndi fá sinn eigin "dall" og þá koma í veg fyrir að þeir séu að fá sér sopa á sama stað og tvífætlingar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation