Þrátt fyrir hugmynd hér á síðunni að koma upp þremur (3) rennibrautum eins og er í Sundlaug Akureyrar, að þá er pælingin samt sem áður að núverandi rennibrautaturn verði endurgerður í óbreyttri mynd með þessum fallegu litafilmum í gluggunum á turninum - og að núverandi lendingarlaug verði endurgerð með flísum. Þegar núverandi rennibraut verður "kominn á tíma", þá verði rennibraut sömu tegundar eða mjög sambærileg þeirri sem er í dag sett upp. Hinar 3 rennibrautirnar verði því sem viðbót.
Núverandi rennibrautaturn með þessum fallegu litafilmum í glugganum er orðið eitt af einkennum Laugardalslaugar. Leiðinlegt ef hann yrði tekinn niður endanlega. Hann þarfnast samt sem áður endurgerðar. Stiginn sem er í turninum í dag er hinsvegar of sleipur og því væri gott að fá stiga sem ekki er eins sleipur. (Eins og er tildæmis við rennibrautir í öðrum laugum).
Stéttin í kringum nýja rennibrautaturninn þar sem nýju rannibrautirnar myndu koma þyrfti að vera upphitaður. Getur verið leiðinlegt þegar það hefur snjóað og er kannski 2 stiga hiti úti og nógu hlýtt til að hafa rennibrautirnar opnar að þurfa að ganga á snjó sem gæti hafa fallið deginum áður tildæmis.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation