Ljós ofan í 50 metra lauginni. Ofan í útilauginni í Sundhöll Reykjavíkur eru ljós sem kveikt er á þegar farið er að dimma sem bæta upplifun og sýn þegar synt er. Slíkt er ekki í 50 metra útilauginni í Laugardalslaug. Mætti setja slíkt upp í 50 metra útilaugina í Laugardalslaug. Mikilvægt einnig að 50 metra útilaugin verði áfram 50 metrar og jafn breið og hún er í dag - þótt farið yrði í að flísaleggja laugina.
Bætir upplifun og sýn þegar synt er þegar farið er að dimma. Einnig fallegt að horfa yfir útilaugina í Sundhöll Reykjavíkur þegar kveikt er á ljósunum þegar farið er að dimma. Mætti því líka vera svoleiðis í 50 metra útlauginni í Laugardalslaug.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation