Þrengja gangstéttir og setja upp hindranir fyrir bílaumferð.

Þrengja gangstéttir og setja upp hindranir fyrir bílaumferð.

Endurnýja og þrengja gangstéttir í neðra Breiðholti. Algengt er að bílstjórar stytti sér leið með því að keyra á gangstéttum þar sem börn og aðrir vegfarendur eru á gangi. Setja þyrfti upp hindranir til að stoppa alla bílaumferð.

Points

Það er nú svolítið skondið að á meðan ég var að lesa þetta þá leit ég út yfir körfuboltavöllinn hér á milli Ferjubakka og Eyjabakka og sé þar bíl á fleygiferð eftir gangstéttinni. Ég er alveg sammála því að ekki megi loka gangstéttunum. Svo að moksturstæki og þessháttar eigi greiða leið. En það gefur fólki engann rétt þeysast á bílum um göngustíga hjá leiksvæðum þar sem börn leika sér. Það má td setja hlið eins og var hérna einu sinni. Hlið sem að væri þá á mörkum bílastæðis og framhald ..:)

Sammála Ástu. Það er svo sjaldan sem maður sér bíla þarna, Gerist einstaka sinnum þegar fólk er að flytja eða koma hreyfihömluðum nær inngangi. Hindranir hindra snjómoksturstæki og gangstéttarsópara. Auk þess þarf að vera hægt að ganga með barnavagna, hjóla með hjólavagna og komast með hjólastóla á göngustígunum. Hafa þetta eins og það er.

Và hvað ég er EKKI sammàla. Er bùin að bùa ì bökkunum ì 10.àr. À 4 börn à leik og grunnskòlaaldri og hef aldrei tekið eftir þvì að þetta sé vandamàl. Oft eina leiðin þegar maður er að flytja að fara gangstéttina. Og hvernig eiga moksturstæki að moka ef það eru settar upp einhverjar hindranir, held að það sé alveg nògu ìlla mokað fyrir.

Skòlavörðustìgur! Það vantar götuljòs efst à Skòlavörðustìg alveg orðið vonlsust að beyjs til hægri eða vinstri ùt af ùtlendingjum sem ráva til allra átta og spà ekkert ì umferðina êg er að verða brjàluð à þessu. Og að minnsta kosti 2 hækkaðar gangbrautir við Skòlavörðustig-Týsgötu og Klappastìg àður enn verður keyrt yfir einhvern ràvandi sauð.,, takk kv Eyglò

Sjá neðar. Hlið sem að væri á mörkum bílastæðis og göngustígs svo að það hindri ekki snjómoksturstæki og sópara í að keyra eftir stígunum og væri þá hægt að opna með einu handtaki til að koma neyðar og þjónustubifreiðum í gegn. Ég held að ég geti sagt að ég sjái bíla keyra þarna daglega til að stytta sér leið ýmist frá bílastæði Grýtubakka eða til að ferja fólk og hluti sem næst inngangi í Eyjabakka, Ferjubakka og Grýtubakka.

Frábær hugmynd og löngu tímabært að leggja steina í götu þeirra sem geta ekki farið eftir sjálfsögðum reglum. Meira svona!

Það er hugsanlegt að það sé peninganna virði að reyna að fræða fólk um umferðarreglurnar og kannski almennar umgengnisreglur - og þannig smám saman breytist þessi fáránlega hegðun: að keyra á gangstéttum o.s.frv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information