Algengur ökuhraði í Hæðargarði er 40-55 km hraði, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Skipulagðar hraðahindranir virka ekki/illa. Eina hraðahindrunin sem virkar af fullum þunga í Hæðargarði eru "ólöglega" lagðir bílar Réttarholtsvegs-megin í götunni - þrengingin - sem er GOTT. Oft auka menn hraða Grensásvegar-megin til að ná "grænu-ljósi".
Algengur ökuhraði í Hæðargarði er 40-55 km hraði, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Skipulagðar hraðahindranir virka ekki/illa. Eina hraðahindrunin sem virkar af fullum þunga í Hæðargarði eru "ólöglega" lagðir bílar Réttarholtsvegs-megin í götunni - þrengingin - sem er GOTT. Oft auka menn hraða Grensásvegar-megin til að ná "grænu-ljósi".
Algjörlega sammála þessu, ég er reyndar þeirra skoðunar að slíta götunni í tvennt og loka fyrir "shortcut" inn í Hólmgarð. Það skapast gífurlegur umferðarþungi vegna þess að íbúar Hólmgarðs eru ítrekað að stytta sér leið í gegnum Hæðargarð. Hólmgarður er lokaður í annann endann, af hverju ætli það sé?
Held að hraðinn sé oft um 60-70 og maður er skíthræddur um krakkana í hverfinu þegar þeir eru á leið í skólann á morgnanna. Þetta er gata með grunnskóla, gagnfræðiskóla og tvo leikskóla í nánasta umhverfi.
Auka umferðaröryggi með gönguljósum og hraðamyndavélum frekar en með hraðahindrunum og þrengingum. Hraðahindranir og þrengingar bitna ekki einungis á ökuníðingum heldur einnig á þeim sem aka löglega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation