Hljóðdempun frá Kringlumýrarbraut/Miklubraut

Hljóðdempun frá Kringlumýrarbraut/Miklubraut

Það vantar hljóðmön, fleiri tré eða hvað sem hentar best til þess að dempa hávaða frá bílaumferð sérstaklega við Kringlumýrarbraut og gatnamót Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar meðfram Stigahlíð.

Points

Það er mjög mikill hávaði frá bílaumferð á þessu svæði og bætir enn frekar í hávaða þegar það er blautt eða þegar umferð er hröð. Hávaðinn hefur áhrif á íbúa nærliggjandi húsa.

Hljóðmön er nauðsynleg ekki bara vegna loft og hjóðmengunar heldur einnig til að hindra að lítil börn komist út á einu hættulegustu umferðargötu landsins. Einnig hafa íbúar í Stigahlíð fengið bíl af Kringlumýrarbraut inn í garð og upp að húsvegg.

Þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þarna er gríðarleg bæði hávaða og loftmengun. Með einhverjum leiðum til að dempa hávaða myndi lífsgæði fólks í hverfinu bætast töluvert.

Gífurlegur hávaði við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, mikil umferð nær allan sólarhringinn, mikil þörf á að dempa hann því hann hefur áhrif á lífsgæði þeirra sem næst búa. Stundum er tæplega svefnfriður á nóttunni fyrir umferðinni um gatnamótin.

Engin leið að opna glugga fyrir íbúa á horni Mikklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna gríðarlegrar umferðar mengunar. Mjög mikilvægt að raðist verði î þetta verkefni.

Skelfilega mikil hávaðamengun á þessu svæði, sérstaklega á veturna þegar stór hluti bílaflotans er kominn á nagladekk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information