Laga gangbraut við Háaleitisbraut 13

Laga gangbraut við Háaleitisbraut 13

Mála sebrarendur og setja upp gangbrautarskilti á gangbraut við strætóskýlið (stoppistöð Háaleitisbraut/Mýri) við Háaleitisbraut 13 (Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra). Þarna er mikil umferð gangandi vegfarenda á leið í Fjölbraut í Ármúla og fólk að fara með börnin sín á leikskóla. Núna er þetta svona hálf-gangbraut og bæði gangandi vegfarendur og bílstjórar eru óvissir um hvort þeim beri að stoppa. Eins þarf að laga hraðahindrunina þarna því það safnast stór pollur ofan við hana í rigningum.

Points

Skýr gangbrautarmerking myndi bæta öryggi gangandi vegfarenda og minnka óvissu um rétt þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information