Þar sem lóðarmörk liggja við útveggi hússins, þá á Reykjavíkurborg eftir að ganga frá lóðinni fyrir utan húsið. Það er mjög ljót aðkoma að húsinu, bæði inn um aðalinngang hússins sem og inn í bílakjallara. Ég styð einnig þá hugmynd að setja hringtorg við gatnamót Þúsaldar og Vínlandsleiðar sem og útkeyrsu frá Þjóðhildarstíg út á Reynisvatnsveg. Eftir breytingu á umferðarljósunum þá myndast auðveldlega umferðarteppa þarna.
Búið er að ganga frá lóðinni við Friggjarbrunn 55, malbika stæði og mála þau. Svo er allt ófrágengið við Friggjarbrunn 57.
Á ekki heima í betri Reykavík, við eigum ekki að vera að sóa þessum litla sjóði sem við fáum úr þessi í gatnagerð. Við erum búin að borga fyrir það með gatnagerðargjöldum og ýmsum öðrum gjöldum sem borgin leggur á okkur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation