Íþróttahús í Laugardal.
Aðstöðuleysið í Laugardal er ekki til fyrirmyndar. Börn í hverfinu sitja ekki við sama borð og jafnaldrar þeirra þegar kemur að íþróttaaðstöðu í skólum borgarinnar. Laugardalshöllin er vissulega staðsett í Laugardalnum, en sú aðstaða er ekki alltaf aðgengileg þar sem tekjutengdir viðburðir fá alltaf að ganga fyrir. Þetta er búið að vera lengi í umræðunni og nú er kominn tími til að framkvæma!
https://www.visir.is/g/20222258620d/pappatre-i-paradis?fbclid=IwAR3I_VxsQSxtMnQvUH7bVIEvYMd_dO44fRqHK1xNZtljAKkOOfHyw5zRxpU
https://www.visir.is/g/20222229213d/er-degi-alveg-sama-?fbclid=IwAR0w_id0PxA4yqRDxGavgQlyU70tHJ27ednyef3lhkfnvSyoLFtVuTkQYbc
Engin rök á móti. Engin.
Íþróttafélögin í hverfinu hafa ekki aðgang að íþróttahúsi í hverfinu. Skólarnir í hverfinu hafa ekki íþróttahús.
Bæði Þróttur og Ármann reka fjölmennar íþróttadeildir. Hverfið er fullt af krökkum sem æfa með þessum félögum. En skortur á aðstöðuleysi háir þessum deildum mjög mikið. Hvorki skólanir né íþróttafélögin hafa íþróttahús til afnota. Körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú fjölmennasta í Reykjavík, ca 300+ iðkendur. Æfingaaðstaða krakkanna er í íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða.
á venjulegum tímum fær félagið úthlutað tímum frá rekstaraðlila Hallarinnar. Þeir skerðast um 30% vegna annarra viðburða Þá mánuði sem kátt er í höllinni falla allt að 60% af æfingum barna niður. Samningur við rekstararaðilar þarf að vera að ekki er leyfilegt að leiga höllina út á meðan starf barna er. Annars þurfum við aðra höll. Núverandi höll mun ekki nægja fyrir t.d. alla körfub.æfing.Ármanns
https://kjarninn.is/skyring/rikid-hefur-manud-til-ad-leggja-fram-fe-i-thjodarholl-annars-byggir-borgin-ithrottahus-a-bilastaedi/
Bara körfuknattleiksdeild Ármanns er svo fjölmenn í dag að hún þyrfti 3 Laugardalshallir til að sinna iðkendum sínum almennilega.Laugalækjarskóli er ekki einu sinni með íþróttahús,þetta er no brainer😀
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation