Bæta aðgengi hjá Hallsteinsgarð og uppfæra svæðið

Bæta aðgengi hjá Hallsteinsgarð og uppfæra svæðið

Bæta aðgengi hjá Hallsteinsgarð og uppfæra svæðið

Points

Ég var ekki að mæla með að setja tré á svæðið heldur fallegan gróður. Eitthvað svipað og er í grasa garðinum í laugardal meðfram göngustígunum. Þetta svæði yrði meira nýtt af fólki ef þessu yrði breytt í fallegt útivistarsvæði með góðu aðgengi fyrir alla. Aldraðir og fólk með hreyfihömlun ættu erfitt með að koma að verkunum meðan svæðið er í órækt og óhirt

Það væri frábært að fá amk einhver tré þarna sem veita skjól fyrir vindinum.

Mér finnst stytturnar njóta sín svo vel í auðninni, og sem partur af verkinnu. Tré myndi taka af ásýndinni. Styð góð útisvæði en mér finnst eitthvað einstakt við þennan stað, samspil náttúrunnar við fjöllin og hagið. Svæðið niður fyrir hjá geldinganesi gæti samt verið flott bara þarna rétt hjá og myndi styttugarðurinn en njóta sín og teygja á svæðinu.

Sammála þessu en finnst vanta að það eru engin bílastæði þarna, en það kemur ekki í veg fyrir að fólk komi þarna á bílum (já, það eru ekki allir gangandi eða hjólandi), og það myndast oft óhjákvæmilega drullusvað þarna eftir bílana.

Þessi fallegi garður er á ótrúlega fallegum stað með útsýni til allra átta en aðgengi er alls ekki gott og það mætti virkilega laga það, ekki er það á allra færi að koma þarna gangandi eða hjólandi. Gott bílastæði og nokkrir bekkir gerðu svæðið meira aðlaðandi fyrir alla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information