Hljóðveggur fyrir framan Hólavallakirkjugarð

Hljóðveggur fyrir framan Hólavallakirkjugarð

Það á ekki að vera flókið að setja einhvers konar hljóðmúr við Hringbraut til að endurheimta þetta svæði (sjá mynd). Það eru mjög margir sem labba eða hjóla frá Björnsbakarí eða Ljósvallagötu í Skothúsveg en þá er varla hægt að tala saman vegna umferðarhávaða. Hverfið myndi verða miklu notalegra fyrir okkur öll ef við myndum búa til enn meiri sveit í borg þarna í suðvesturhorni Hólavallakirkjugarðs og út á Hringbraut.

Points

Ég er hræddur um að hljóðveggur mundi auka á hraðbrautarstemmninguna við Hringbraut. Heldur væri að draga úr umferðarhraða (og umferð) sem er sömuleiðis mikilvægt fyrir upplifun (hljóðvist og öryggistilfinningu) gangandi. Það væri raunveruleg endurheimt svæðisins.

þetta mun auka hraða og umferð í gegnum hringbraut

Til að svara Martin Swift og Herði: Nei, þetta myndi ekki auka hraða og umferð. Það er nú þegar 40 hámarkshraða, hvernig myndi hljóðveggur fá fólk að keyra hraðar? Það er ekki raunin t.d. á Kópavogi. Einfalt að segja "verðum að draga úr umferð" en það er mjög flókið verkefni sem mun taka mörg ár.

Það á ekki að vera flókið að setja einhvers konar hljóðmúr við Hringbraut til að endurheimta þetta svæði (sjá mynd). Það eru mjög margir sem labba eða hjóla frá Björnsbakarí eða Ljósvallagötu í Skothúsveg en þá er varla hægt að tala saman vegna umferðarhávaða. Hverfið myndi verða miklu notalegra fyrir okkur öll ef við myndum búa til enn meiri sveit í borg þarna í suðvesturhorni Hólavallakirkjugarðs og út á Hringbraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information