Göngubrú yfir Sæbraut

Göngubrú yfir Sæbraut

Göngubrú yfir Sæbraut

Points

Þori ekki yfir Sæbraut. Tvisvar hef ég nærri fengið bil á mig þegar ég gekk yfir gangbraut á Sæbraut. Ég sé oft út um gluggan minn þegar börn eru að reyna komast yfir Sæbraut.Það er komin tími að gera göngubrú strax, áður en þar verður banaslys.

Er þetta ekki augljóst mál? Að sjálfsögðu vantar göngubrú yfir Sæbraut eins og reyndar á mörgum svæðum í borginni. Borgin er svo upptekin af því að þrengja götur og "rembast" við að gera gatnakerfið sem verst fyrir bílaumferð. Það ætti að setja undirgöng og/eða göngubrýr á fjölmörgum stöðum m.a. þarna og nýta fjármagnið sem er notað í að þrengja götur og gera umferð sem erfiðasta í að auka öryggi gangandi og hjólandi með undirgöngum og göngubrúm.

Undir ekki yfir.

Eins mikið og ég vil að þetta sér gert að þá verð ég að benda á að þessi tillaga mun ekki komast áfram sem valkostur þar sem Sæbrautin tilheyrir Vegagerðinni en ekki Reykjavíkurborg. Auk þess mun tillagan ekki falla undir tilgang hugmyndasöfnunarinnar... Ég vil síðan fá ALLA Sæbrautina í stokk, eða svo langt sem hún nær meðfram íbúabyggð, enda alger hryllingur að búa við hana, mengun og umferðarhraði! :(

Ekki spurning. Þó það séu áform fyrir stokk á þessum stað þarf að tryggja öryggi vegfarenda nú þegar.

Algert öryggismál og Vegagerð og Borgin ættu að setja strax í forgang.

Hvað með að lækka hámarkshraða þarna? Göngubrú yrði til þess eins að umferðarhraði yrði áfram hár, ef ekki hærri en hann er í dag, og ekki er það öruggara. Þetta er eitthvað sem væri hægt að gera strax á morgun. Uppsetning hraðamyndavéla tekur aukinheldur minni tíma en að gera göngubrú sem óhjákvæmilega yrði mjög skrítið vegna mikils halla austan megin.

Þetta þarf að klára sem allra fyrst.

Það þýðir ekki að vera selja íbúðir í "bílalausu og umhverfisvænu umhverfi" þegar vantar umferðaöryggi nýbúanna. Upp með brúnna!!! Og að Kleppsmýrarvegur verði gerður að íbúagötu en viðhaldi ekki hraðbraut vörubifreiða að hafnarsvæðinu!! Brúarvogur er til þess.....

Það þarf að setja göngubrú STRAX yfir Sæbrautina. Þetta er dauðagildra sem engin borg á að bjóða íbúum sínum upp á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information