Almenningsgarður á Sóltúnsreit

Almenningsgarður á Sóltúnsreit

Almenningsgarður á Sóltúnsreit

Points

Það sárvantar grænt svæði í hverfið sem er fjölbýlt.

Græn svæði eru mikilvæg í borgarlandinu. Við byggjum nú of þétt og höfum of mikið af steypu. Slíkt umhverfi er ekki hollt fólki.

Það vantar sárlega fallegt grænt svæði í hverfið.

Mikil þörf á grænu svæði í hverfinu, hægt að nýta blettinn vel þar sem þokkalega skjólsælt er á svæðinu ólíkt öðrum stöðum í nágrenninu.

Þetta er eina græna svæðið í hverfinu og afskaplega mikilvægt að huga vel að þessu dýrmæta frímerki okkar. Ég flutti úr hverfinu á sínum tíma út af fjarlægð við náttúru og afþreyingu henni tengdri, og það er afkskaplega mikilvægt að berjast fyrir þessu svæði. Þarna aukast líka lífsgæði fyrir skólakrakkana í Sólstöfum, og eldri borgara í hjukrunarheimilinu. Þetta er örugglega í 5. Sinn sem þessi hugmynd er sett fram í Betri Reykjavík, og löngu orðið tímabært að hugmyndin hljóti forgang.

Þađ er mikiđ um fjölskyldufólk í hverfinu og þađ sárvantar svæđi fyrir börnin til ađ leika úti án þess ađ fara yfir stórar götur út fyrir hverfiđ. Svo þarf ađ vega upp á móti allri þessari steinsteypu sem er búiđ ađ dæla inn á þennan litla blett. Hverfiđ yrdi mjög fráhrindandi ef ekki er passađ uppá ađ hér sé grænt svæđi og eitthvađ huggulegt afdrep utandyra innan hverfisins.

Mikil þörf vegna þéttbýlis á aðliggjandi svæðum. Svæðið er nú í niðurníðslu. Það er engin ástæða til að bíða þótt eftir sé að stækka hjúkrunarheimilið. Það er vel hægt að afmarka svæði hjúkrunarheimilisins og grænt svæði til framtíðar.

Eina “græna” svæðið í hverfinu sem væri dapurt að sjá hverfa.

Mjög mikilvægt að útbúa græn svæði til afþreyingar fyrir íbúa og aðra sem eiga leið um hverfið. Byggingarmagn með tilheyrandi steinsteypu er mikið og nauðsynlegt að hafa gróðursvæði inn á milli til að auka vellíðan íbúa.

Nauðsynlegt að hafa torg eða garð á þessum stað fyrir börn til að leika og fullorðna að njóta

Það vantar tilfinnanlega grænt svæði fyrir fjölskyldur á þessu svæði. Kominn tími til að þarna verði eitthvað fallegt og nærandi gert.

Það vantar leiksvæði fyrir börnin í túnunum

Eina græna svæðið í Túnunum. Alltof margar háar byggingar á þessu svæði og því mikil þörf fyrir útivistar svæði.

Nauðsynlegt að hafa lungu í hverfinu

Hverfið þarf nauðsynlega á þessu græna svæði að halda. Í því eru nú þegar of margar háar blokkir og of mörg bílastæði, með tilheyrandi umferð og mengun. Það væru skelfileg mistök að fórna þessu opna svæði í þágu gróðasjónarmiða og enn meiri þéttingar byggðar.

Mjög mikilvægt að hafa grænt svæði enda ekkert slíkt í túnunum. Frábær staðsetning fyrir leiksvæði, battavöll og garð þar sem fólk á öllum aldri geti notið. Þörfin er klárlega til staðar.

Mikið af fjöklbýlishúsum í kring og mikil þörf á grænu svæði til þess að njóta útivistar í hverfinu

Það vantar útivistarsvæði á svæðinu fyrir unga sem aldna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information