Fá Hagaskólabörn tilbaka í 107

Fá Hagaskólabörn tilbaka í 107

Fá Hagaskólabörn tilbaka í 107

Points

Þetta ætti að vera í algeru forgangi hjá Reykjavíkurborg, annað væri til skammar. Ég vil jafnvel meina að salta ætti öll önnur verkefni hjá Betri Reykjavík þar til börnin eru komin í hverfið. Það felur í sér mikla einangrun að nemendur í gaggó fá ekki að vera saman, ss engin blöndun milli árganga en það er mikilvægt fyrir þroska barna á þessum aldri. Þó Átmúli/Korpuskóla er tímabundið þá er tímabilið sem þetta rask er í gangi heild eilífð fyrir börnin.

Það er svo augljóst að þessi mál ættu að vera efst á forgangslista borgarinnar að það ætti ekki að þurfa að nefna það. Það hefði ekki verið hægt að finna bráðarbyggðahúsnæði fyrir áttunda bekk sem er lengra frá 107 en raun ber vitni og fannst manni Ármúlinn nú nógu langt í burtu. Og eins og Karín Kristína bendir á í umsögn sinni, þá er samgangur milli árganga lykilatriði í félagsþroska á þessum mikilvægu mótunarárum.

Menntastofnanir ættu að vera forgangsmál. Vonandi tekur þetta ekki lengri tíma en nauðsynlega þarf.

Eina vitiđ

Löngu kominn tími til!!

Í dag eru ca 400 börn í 8. og 9. bekk í Hagaskóla ekki með viðunandi aðgang að skóla. Í stað þess að setja fjármagn í grillaðstöðu eða æslabelg í hverfið þá er nauðsynlegt að tryggja börnunum í hverfinu aðgang að grunnþjónustu sem skóli er. Mikilvægt er að klára þetta verkefni sem fyrst og gefa þessu máli þann forgang og fjármagn sem það á skilið. Börnin aftur í 107!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information