Opna Rauðalækinn
Ég er efins um að slysatíðni á sundlaugavegi sé hærri vegna lokunar rauðalæks, umferðarþungi vill yfirleitt hægja á umferð ef eitthvað er. Ég fæ heldur ekki séð að umferð við skólana komi til vegna lokunar rauðalæks, ef ég þarf að koma barni í skóla þá kem ég að skólanum að lokum, hvaða leið sem ég fór. Sjálfur bý ég á rauðalæk, fyrir ofan lokun, og þótt að það skili sér í stundum í lengri krók fyrir mig, þá finnst mér ómetanlegt að búa við götu sem er róleg og öruggari. Mætti gera þetta víðar.
Ingibjörg Vilbergsdóttir segir stórflutninsbílar voru að stytta sér leið í gegnum langferðabifreiðar. Þetta er bara skýrt og ósatt. Það voru og eru engir trukkar að hossast í gegnum þrengingar og hraðahindranir. Þar fyrir utan var það Steinunn Valdís sem tók þessa ákvörðun en hún bjó í götunni. Núna fer öll umferðin að ofan og neðan í gegnum götuna sem Ingibjörg býr í, þar sem börnin eru á leið í og úr skólanum.
Götunni var lokað á sínum tíma vegna þess að stórflutninsbílar voru að stytta sér leið í gegnum íbúagötunna. Ástæður: þstórir og þungir bílar með aðföng til verslunarkjarnans á Laugalæk (sem hugmyndir eru um að stækka enn frekar) einnig voru langferðabifreiðar sem sóttu gesti sína við hringtorgið við Dalbraut/Sunndlaugavegur. Einnig eru byggingar enn við Kirkjusand sem munu auka umferð niður götuna ef hún verður opnuð.
Ég myndi styðja þessa hugmynd ef gatan yrði gerð vistvænni og þrengri. Settir hjólastígar og gróður og bílastæðum fækkað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation