Skilti og stytta á torgið fyrir framan Þjóðminjasafnið
Vesturbæ Reykjavíkur er miklu meira en bara hluti af Reykjavík. Vesturbærinn er sjálfstætt samfélag og heimabyggð KR. Þegar Hringbrautin er ekin í átt að Þjóðminjasafninu þá opnast eins konar hlið inn í Vesturbæ. Á torginu fyrir framan Þjóðminjasafnið er kjörið að koma upp stóru upplýstu skilti sem á stendur VELKOMIN Í VESTURBÆINN (hafa svo merki KR við hliðina) Á sjálfu miðju torgsins væri svo stytta af knattspyrnumanni/konu í leik. Vesturbærinn skæri sig úr sem bæjarhverfi (það er líka orð)
ósmekklegt, ekki við hæfi að hafa merki íþróttafélags á styttunni, ekki hlutlaust
Góð hugmynd 👍 Og jafnvel hafa textann: "VELKOMIN Í VESTURBÆINN - VALSMENN VINSAMLEGAST VERIÐ VÍÐSFJARRI" 😆 og svo KR-merkið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation