Leiksvæði í Vogabyggð

Leiksvæði í Vogabyggð

Leiksvæði í Vogabyggð

Points

"Betri borg fyrir börn" hef ég séð í efni frá borginni, en í plönum um Vogabyggð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir barnaleiksvæðum í almannarými þar sem fjölskyldur hverfisins geta verið án þess að vera að fara inná prívat lóðir eða húsagarða. Hvernig getur borgin verið "betri fyrir börn" ef hún byggir ekki einu sinni eitt opið leiksvæði þar sem íbúarnir í þessu nýja hverfi, börn og fjölskyldur hittast þvert á samfélagið? Við íbúarnir viljum að almannarýmið sé fyrir bæði fullorðna OG börn.

Það eru öll rök fyrir því að hafa barnvæn svæði í Nýju Vogabyggð og gera ráð fyrir þeim í nýjum hverfum, annað væri ómanneskjulegt! Mætti bæta við busl-laug/fótabað ( eins og er í Hljómskálagarðinum td) með ylvolgu vatni ( sírennsli)

Börn þurfa leiksvæði! Börn í nýja Vogahverfi komast ekki í neina afþreyingu nema þau fari yfir Sæbraut á stórhættulegum gatnamótum. Mun öruggara að keyra yfir í önnur hverfi og því algengara. Leikvöllur er algjör lágmarksþjónusta fyrir hverfi sem á að vera vist- og fjölskylduvænt.

Ég tek undir með öðrum hér - það er algert lágmark að hafa eitt alvöru leiksvæði í almannarýminu í nýju Vogabyggðinni. Mjög furðulegt að útvista þessum bráðnauðsynlega mannlífsþætti til húsfélaga og setja það í hendur foreldra og forráðamanna barna að fylgjast með því að leiksvæði séu örugg. Ég minni á þessa frétt: https://www.ruv.is/frett/rolur-fortidar-gleymdar-i-bakgardi.

Það er mikilvægt að börnin í hverfinu hafi svæði til að leika sér á hættulaust. Þetta svæði væri tækifæri fyrir þau til að kynnast nágrönnum sínum og mynda tengsl. Það má líka ekki gleymast að hugsa út í aðgengi að þessu leiksvæði svo öll börn hafi greiðan aðgang að svæðinu.

Vogabyggð er full af börnum á leik og grunnskólaaldri sem þrá að geta hlaupið út að leika og hitta og kynnast öðrum börnum í hverfinu sínu eins og börn í öðrum hverfum geta fyrirhafnarlaust. Börnin í vogabyggð fara ekki út úr húsi án fylgdar fullorðins eins og staðan er núna

Vantar nauðsynlega leiksvæði í þetta hverfi. Ekkert leiksvæði nálægt fyrir krakka, né foreldra sem eru heima með börn og ennþá að bíða eftir leikskólaplássi.

Í hverfi sem er að byggjast upp er lágmark að hafa leiksvæði fyrir börnin jafnt og fullorðinna 👍

This will soon be one of the highest density living areas in Reykjavik, we should have all facilities available here, rather than having to travel to another neighbourhood.

Vantar sárlega leiksvæði fyrir börnin, jafn mikilvægt og aðrar framkvæmdir i nýrri byggð ef ekki mikilvægari.

Ég tel alveg nauðsinlegt að börnin í hverfinu okkar hafi leikvöll í hverfinu sínu, þurfi ekki að fara yfir fjölmennar umferðargötur þar sem er mjög mikil slysahætta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information