Endurgerð lóðar milli íþróttahús Hagaskóla og Hagaborgar

Endurgerð lóðar milli íþróttahús Hagaskóla og Hagaborgar

Endurgerð lóðar milli íþróttahús Hagaskóla og Hagaborgar

Points

Svæðið milli íþróttahússins og leikskólans hefur ekki fengið neitt viðhald í langan tíma, steyptar hellur og tröppur er brotnar og holóttar sem skapa slysahættu og snjóbræðsla er óvirk. Þá eru göngustígar einnig ósléttir vegna bútasaums í malbikinu eftir viðgerðir og pollamyndun í rigningu er mikil þar sem niðurföll eru stífluð. Hér er um að ræða útisvæði með mikla möguleika sem myndu auka tækifæri barna og unglinga til útivistar í tengslum við skólastarf á bæði leikskóla og grunnskólatigi.

Mjög þarft verkefni! Skipta um undirlag og gera svæðið snyrtilegra og þannig að hægt sé að nýta það meira.

Þess má geta að skátafélagið Ægisbúar er starfrækt í íþróttahúsinu og hefur átt helming í því mót Hagaskóla frá byggingu þess. Því er svæðið þarna á milli hússins og Hagaborgar mikið notað undir starfssemi skátafélagsins mörgum sinnum í viku og væri fínt að gera svæðið almennilega upp. Ég styð þessa tillögu eindregið og hvet alla til að setja hjarta við hana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information