Almannarými á Hólatorgi

Almannarými á Hólatorgi

Almannarými á Hólatorgi

Points

í annað sinn kemur hugmyndin fram og var hafnað síðast. Bílastæði við Hólatorg 2-8 (fjögur hús) eru mikið nýtt, reyndar verið rofin með 3 innkeyrslum og fækkað um 6 stæði. Tveir bekkir beggja megin Hólatorgs eru vel nýttir. Athugun á hug íbúa húsa við torgið leiðir í ljós algera andstöðu við þessa hugmynd og mun verða staðið gegn henni í ljósi grenndarréttar. Umtalsverð umferð er um þennan götuspott, akandi, gangandi og hjólandi og er hraðakstur tíður, jafnvel niður Kirkjugarðsstíg.

100

Tek undir öll þau rök sem fram koma í kynningu á hugmyndinni. Hæglega mætti fækka bílastæðum á Hólatorgi og gera það að grænu almannarými með borðum, bekkjum og fleiri gróðurkerjum. Það myndi auka hverfisvitund, vera vettvangur fyrir hverfisveislur og aðrar samkomur eins og útimarkað, tónleika og fl. Alla vega má huga betur að torginu sem almannarými fremur en bílarými.

Góð hugmynd að lífandi svæði.

Hólatorgið er í næsta nágrenni við gamla Hólavallagarðinn en þó án opnunar á milli þessara tveggja almenningssvæða. Með gróðri og stærra almannarými á torginu í stað bílastæða mætti búa til meiri tengingu á milli þessara svæða eins og upphaflega var ráð fyrir gert, samanber heitið HólaTORG . Það má því bæta þetta svæði til mikilla muna með gróðri, bekkjum og borðum og búa til vettvang fyrir ýmsar íbúa- og hverfisuppákomur. Hugmyndir að útfærsla má t.d. fá með því að skoða nýtt Óðinstorg.

Grenndarréttur er gott orð - sem vísað er hér í mótrökum. Hugmyndinni sem nú kemur fram í annað sinn var ekki "hafnað" síðast, en fór í umfjöllun og hugmyndasmiður hvattur til að setja fram að nýju. Athugun á hug íbúa hef ég aldrei heyrt um og skil ekki "algera andstöðu" . Ef hraðakstur er tíður um vegaspottann á Hólatorgi og jafnvel ekið niður Kirkjustíginn í trássi við umferðarmerkingar þá hlýtur það að vera rök með því að draga úr umferð um torgið og gera það að almannarými fyrir gangandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information