Þarna er þegar mikil ásókn þrátt fyrir óaðlaðandi umhverfi. Svæðið er dafnandi menningar- og viðskiptakjarni sem kallar eftir uppliftingu. Svæðið er mikið sótt af bæði börnum og bílum. Setjum börnin og öryggi þeirra í forgang. Mig langar að sitja úti á Kaffi Vest með í bolla eða glasi og hugsa með mér: "Voðalega er huggó að búa í Vesturbænum." Hvað með ykkur?
Góð hugmynd. Eins má hugsa sér að Hofsvallagata öll verði að eins konar aflöngum garði frá Ægisíðu upp að Hagamel. Nóg er nú plássið sem þegar er sóað undir allt of breiða akrein. Þörf fyrir bílastæði minnkar eftir því sem aðgengi að svæðinu batnar og þannig mætti nýta talsvert af svæðinu fyrir framan Haga fyrir mannvænt torg sem þá mundu laða að sér fleiri verslanir og þjónustu á svæðið.
Þarna er þegar mikil ásókn þrátt fyrir óaðlaðandi umhverfi. Svæðið er dafnandi menningar- og viðskiptakjarni sem kallar eftir uppliftingu. Svæðið er mikið sótt af bæði börnum og bílum. Setjum börnin og öryggi þeirra í forgang. Mig langar að sitja úti á Kaffi Vest með í bolla eða glasi og hugsa með mér: "Voðalega er huggó að búa í Vesturbænum." Hvað með ykkur?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation