Öll bílaststæði gjaldskyld

Öll bílaststæði gjaldskyld

Öll bílaststæði gjaldskyld

Points

Þetta er borðleggjandi. Íbúar hafa betri aðgang að stæðum þar sem túristar munu ekki einoka “ókeypis” stæði. Fyrir utan sanngirnisrökin: annað landssvæðií borgarlandinu er leigt. Afhverju ættu bílastæði að vera öðruvísi?

Ég er fylgjandi þessu. Það er mismunun fólgin í því að hafa einungis gjaldskyldu fyrir bílastæði miðbænum.

Tek undir þetta. Það.er kominn tími til að innheimta rífleg gjald fyrir bílastæði í borgarlandinu. Það mun skapa tekjur og draga úr umferð.

Sammála, flest ókeypis stæði eru full af bílaleigubílum. Það má líka bjóða íbúum árskort í bílastæði á viðráðanlegu verði, t.d. eitt á hverja íbúð. Rafmagnsbílar geta ennþá lagt í 90 mín ókeypis, séu þeir með klukku frá bílastæðasjóði.

Svona gjaldskylda mun útiloka fátækt fólk og öryrkja ennþá meira frá samfélaginu, og það má nú varla við því. Fólk sem hefur efni á að borga mun bara halda áfram að taka upp öll stæðin og ekki breyta neinu. Hræðileg hugmynd.

Það er út í hött að ekki sé gjaldskylda í allri miðborginni. Öll bílastæði við t.d. Þórsgötu og freyjugötu ofan Baldursgötu eru alltaf full, en neðan Baldursgötu er gjaldskylda og þar er allt annað ástand. Auk þess eru nokkrir sem eru með 2-3 bíla og geyma þá bara mánuðum saman á þessum fríu stæðum. Ég hef fylgst með bíl sem lagt var í október á síðasta ári og hefur ekki verið hreyfður síðan. Þetta er ekki boðlegt í miðbæ.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information