Rífum sjoppuna á Sunnutorgi bætum ásýnd Langholtshverfisins
Ef borgin rífur þetta þá fáum við bara stærra hús þarna, eða jafnvel fleiri smáhýsi. Það er nánast öruggt eins og stefna borgarinnar er í þéttingu á byggð og nýtingu lóða. Þannig að eins mikið og ég vill losna við þetta þá held ég að það einfaldlega verði að laga þetta. :) Það hlýtur að vera hægt að nýta þetta í eitthvað jákvætt fyrir hverfið. 😘
Nei takk. Gerum við húsið. Það mun ekkert koma í staðinn verði Sunnó rifið, eða í besta falli bekkur, gámar eða eitthvað þess háttar. Þetta hús er sálin í hverfinu og mörgum mjög kært, auk þess sem arkitektúrinn er einstakur. Nær væri að setja af stað söfnun. Niðurrif er auk þess í blóra við samtímann, nú þurfum við að gera við og hlúa að, jafnvel þótt það verði gert í áföngum. Ekki kasta menningarverðmætum á glæ.
Það má alls ekki rífa það enda friðað af ástæðu. Húsið er eftir einn okkar þekktasta arkitekt, Sigvalda, sögulegt kennileiti og það væri skandall að taka það niður. Reykjavíkurborg þarf að girða sig í brók og gera húsið upp og sýna því og skemmtilegri sögu þess sóma. Mér skilst að Covid hafi valdið töf á þessu en nú er hægt að byrja uppbygginguna.
Ónýtt hús sem þarf burt
Húsið þjónar engum tilgangi lengur, er orðið barn síns tíma. Skýlið hefur engan tilgang.
Ástandið á sjoppunni á Sunnutorgi, húsið er gjörónýtt og það verður að rífa það (samanber síðustu tilraun), sjá meðfylgjandi mynd. Hugmyndin útilokar ekki byggingu nýs húss í anda þess núverandi.
Húsið er gjörónýtt og það verður að rífa það (samanber síðustu tilraun sem mistókst einmitt vegna þess). Hugmyndin útilokar ekki byggingu nýs húss í anda þess núverandi.
Þetta þarf að fara og það fyrir löngu síðan
Burt með sjoppuna
Frábær hugmynd
Mjög ljótt kominn tími á að rífa niður
Virkilega sóðalegt og hættulegt
Endilega rífa og byggja nýtt i anda Sunnutorgs væri gaman. En ekki hafa þetta bara svona....enda ónýtt húsnæði.
Kominn timi til
AMEN!
Þetta var ,,menningarheimili" heillar kynslóðar . Þarna heyrðu margir í Beatles og fleirum hljómsveitum í fyrsta skipti. Þarna gekk ég framhjá í og úr skóla allan mína skólagöngu í barna og unglingaskóla, og kom við til að hitta aðra krakka. Auðvitað á að endurbyggja þessa byggingu. Ekki eru margar sjoppur eftir í Reykjavík, og ekki skemmir fyrir hver arkitektinn er.
Takk fyrir þetta framtak
Sunnutorg er eitt af kennileitum Langholtshverfis, hús sem er fullt af sögu. Það væri stórslys að láta húsið hverfa. Reykjavíkurborg ætti frekar að fara í það að laga/endurbyggja þetta hús.
AMEN
Ljott , hættulegt og subbulegt
Húsið er friðað
Húsið er illa farið ef ekki ónýtt og beinínis hættulegt að hafa það svona. Rífum það og hugsum hvað er hægt að gera þarna í staðinn sem verður nýtt af fólkinu sem býr í hverfinu og öðrum.
Alveg sammála að þetta hús hefur menningararf. Það er hins vegar augljóst að það er ónýtt og þarf að rífa. Eftir það er hægt að skoða að byggja nýtt sem gæti haldið upp á anda Sunnutorgs sem mér þykir núverandi ástand setja skugga á.
Lýti á umhverfinu og svo bíður maður eftir að þetta fjúki um allt með tilheyrandi tjóni í vetur. Eða þá að eitthvert barnið slasi sig við að príla þarna í kring. Alltof langur tími sem það hefur tekið að fjarlægja þetta rusl.
Sammála tillögu. Hættum að eyða skattpeningum í vonlaus dæmi.
Burt með sjoppuna
Löngu komin tími á að rífa þetta hús
Þarna er ekki hús lengur heldur háskalegur ruslbingur sem þarf að fjarlægja sem fyrst áður en einhver óhöpp hljótast af. Því fyrr því betra.
Löngu kominn tími til að fjarlægja þetta hús. Beinlínis hættulegt
Hrikalega ljótt og subbulegt.
Burt með báknið og reisum nýtilegra húsnæði eins og td kaffihús.
Það á að gera upp húsið / skýlið, þar getur verið kaffihús, hjólaleiga möguleiki á að þeir sem eru að selja til styrktar einhverjum samtökum eða skólakrakkar að safna fyrir einhverju. Húsið á að vera samfélagshús sem íbúar njóta. Ef einhverjir verktakar komast yfir þessa lóð verður hornið eyðilagt með stórhýsi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation