Ruslatunnur og bekkir við göngustíga í dalnum

Ruslatunnur og bekkir við göngustíga í dalnum

Milli Grafarholts og Úlfarsárdals eru góðir og skemmtilegir göngustígar en það vantar alveg ruslatunnur svo að til að mynda hundaeigendur eiga erfitt með að henda því sem þeir hirða upp, sem og aðrir gangandi vegfarendur sem hafa t.d. haft nesti eða drykki með sér. Einnig má gjarnan bæta við nokkrum bekkjum svo þeir sem ganga þar um geti sest niður og notið veðurblíðunnar, sem oft er í dalnum okkar. Þetta á líka við um svæðið við Fram, Reynisvatnsás og Reynisvatn.

Points

Öll viljum við ganga vel um náttúruna en rusl er óhjákvæmilegur fylgifiskur mannsins. Við getum öll lagt okkar af mörkum við að taka upp rusl sem verður á vegi okkar ef það eru ruslatunnur nálægar til að taka við því. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því hversu langa vegalengd fólk gengur með rusl áður en það lætur það gossa og hafa margar borgir nýtt þær rannsóknir til að hafa ruslatunnur með hæfilega löngu millibili. Hér í dalnum eru engar ruslatunnur og því fellur til of mikið óþarfa rusl.

Vantar tilfinnanlega ruslatunnur. Finnast varla á þessu svæđi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information