Setja upp fleiri reiðhjólastæði í íbúðahverfum í miðborginni
Frábær hugmynd, það vantar hjólastæði víðsvegar í miðborginni.
Hjólin eru frábær ferðamáti, og það á að sína þeim virðingu og fara vel með þau
Algjörlega! Það mætti vel skera niður eitt og eitt stæði á -vallagötunum og stuðla að öryggi hjóla þeirra sem þar búa.
Sárvantar aðstöðu til að geyma reiðhjól a meðan að það er kappnóg af bílastæðum. Ein helsta hindrunin sem ég stend frammi fyrir þegar ég er að reyna að skipta yfir í að hjóla allar mínar ferðir því það er hvorki aðlaðandi kostur (né örugggur) að geyma hjólið sitt fast við ljósastaur allt árið (og hindrar einnig aðgengi gangandi vegfarenda).
Frábær tillaga, vantar algjörlega svona hjólastæði á Leifsgötu og Barónsstíg.
Sárvantar!
Frábær hugmynd. Sárvantar yfirbyggð hjólastæði í miðbæinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation