Hér er tilvalið svæði til uppbyggingar til að bæta gæði íbúa og skólafólks. Nokkrar hugmyndir: snjósleðabrekka, grænmetisgarðar, grasbalar- og lautir, nestisbekkir, leiksvæði, upplýstir stígar ofl. Umhvefisvænt og endurnýtt byggingarefni. Vinnufundir með íbúum/ Hugmyndasamkeppni.
Þetta svæði hefur lengi verið í órækt og vannýtt. Í skammdeginu er það dimmt og dautt. Með uppbyggingu á þessu svæði myndi það auka gæði íbúa og skólafólks. Upplýstir stígar myndu auka öryggi þeirra sem eiga leið um svæðið. Að gæða því lífi með margskonar innsetningum myndi gera það að aðlaðandi og skemmtilegu svæði, þar sem allir vilja dvelja á:-)
http://betri-hverfi-hlidar.betrireykjavik.is/
http://betri-hverfi-hlidar.betrireykjavik.is/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation