Gönguljós við Hringbraut

Gönguljós við Hringbraut

Gönguljós við Hringbraut

Points

Öll okkar sem aka eftir Hringbrautinni þekkja að umferð gangandi er svo mikil yfir götuna að það nær svo til enginn að aka eftir henni án þess að stoppa á rauðu ljósi. Það er því lítill akkur í því að láta gangbrautarljósin loga rauð lengur en sem nemur lengd gulu ljósanna á akveginum. Það munar ökumenn lítið um að sitja einni mínútu lengur í upphituðum bíl, en breytir miklu fyrir gangandi, sérstaklega í slæmu veðri, að þurfa ekki að standa lengi að bíða eftir grænu ljósi.

Þarft og mikilvægt. Ég vil sjá að gangandi vegfarendur verði settir í forgang og öryggi barna haft í fyrirrúmi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information