Gangbraut hjá nýju göngubrúnni!!

Gangbraut hjá nýju göngubrúnni!!

Mjög mikilvægt er að fá gangbraut hjá nýju göngubrúnni okkar. Þar keyra bílar MJÖG hratt og oft næstum því orðið slys, sérstaklega á börnum!

Points

Þar keyra bílar MJÖG hratt og oft næstum því orðið slys, sérstaklega á börnum!

enginn

Tek undir með Eddu. Alltof óvarlega keyrt þarna um, Norðlingaholt er fjölmennasta barnahverfið í R.borg vel að merkja.

Alveg sammála mikil og hröð umferð sem mun að öllum líkindum aukast með tilkomu bensínstöðvar sem opnuð var við Selvaðið og fyrirtækja sem er að opna við götuna. Það er einungis tímaspursmál hvenær það verður slys þarna. Það er ekki nóg að setja bara brú það þarf að klára tenginguna alla leið.

Hvað með að framlengja göngubrúnna yfir Norðlinabrautina? Þá kemur tenging alveg inn í hverfið og hefur ekki áhrif á umferðina.

Hvað með að setja gönguljós eða framlengja brúnna eins og Hjörtur Logi Dungal bendir á ?

Vanhugsað að setja ekki strax öruggar götuþveranir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þegar brúin var byggð. Það er lítið í umhverfinu svo ökumenn hægi á sér. Það væri ákjósanlegt að setja þrengingar eða hraðahindranir svo ökumenn stytta sér ekki leið í gegnum hverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information