Borgin ætti að setja upp hjólastanda víðsvegar um borgina fyrir almenning. Hjólastandarnir væru fullir af hjólum í eigu borgarinnar sem fólk gæti leigt í gegnum kerfi á netinu eða app í símanum. Greitt væri fyrir tímann sem hjólið væri í leigu og hægt að skila í annan hjólastand annar staðar í borginni. Þetta hefur sést víða um Evrópu, t.d. í London og París og notið gífurlegra vinsælda.
Mikil aukning er í hjólamenningu á Íslandi enda auðveldur ferðamáti. Mikið hefur verið kvartað undan þungri traffík í miðbænum. Hægt væri að beina umferðateppunni lengra frá miðbænum en einnig er þetta gríðarlega góður ferðamáti. Þetta er einnig tækifæri fyrir borgina til að skapa tekjur þegar leigan hefur borgað upp kostnað. Ferðamenn sem og íslendingar kæmu til með að nýta sér þetta mjög mikið.
Góð hugmynd, minnka bílaumferð og mengun í miðborginni, auka hreyfingu og heilbrigði íbúa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation