Laga göngubrú yfir Elliðaá

Laga göngubrú yfir Elliðaá

Þarf að laga göngubrú yfir Elliðaá þannig að íbúar Norðlingaholts komist auðveldar gangandi/hjólandi yfir í Ögurhvarf þar sem næsta þjónusta við hverfið er staðsett þar (matvörubúð, apótek, bakarí o.fl). Núna er erfitt að koma barnavagni og hjólum yfir brúnna vegna þess hversu brött hún er.

Points

Torfært að komast í þá þjónustu sem er næst hverfinu vegna þess hve erfitt er að fara með barnavagna og/eða hjól yfir hana. Þar sem engin þjónusta er í hverfinu sjálfu þarf að bæta samgöngur þangað sem næsti þjónustukjarni er.

Hef þær upplýsingar frá Ólafi Bjarnasyni á Umhverfis og skipulagssviði að brúin hafi enn eitt árið ekki komist á fjárhagsáætlun. Getum hlakkað til þess að brölta yfir hana enn einn veturinn :)

Þarna þarf nýja brú. Mér skilst að búið sé að teikna nýja brú en ár eftir ár tefst að byggja hana. Núverandi brú er ónothæf vegna slysahættu, einkum á veturna þegar þrepin eru glerhál. Börn í barnavögnum eru í stórhættu við slíkar aðstæður. Að auki getur ekki talist eðlilegt að þurfa að fara af reiðhjóli, teyma það upp 10 þrep og aftur niður 10 þrep hinum megin. Þetta sæmir ekki hjólaborginni Reykjavík.

Hef á hverju ári kvartað yfir þessari brú síðan ég flutti í hverfið og alltaf fengið sama svar, þ.e. að þessi brú sé í framkvæmd. Ég er búin að búa hér í 7 ár og það er ekkert að gerast. Þessi brú er til skammar og stórhættuleg fyrir fólk sem er að ferðast á hjólum eða með börn í vögnum. Svo má ekki gleyma því að brúin er svo illa hirt að tröppur og rampar eru orðnir ónýtir. Löngu komin tími á nýja brú!!

Sammála, og vil bæta við að passa að hafa hana það aflíðandi að rafskutlur komist einnig yfir hana

Mjög mikilvægt atriði til að tengja Norðlingaholt verlsunarkjarna.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8977

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information