Hreinsa svæðið fyrir framan Hestavað

Hreinsa svæðið fyrir framan Hestavað

Núna er mikið um gamalt byggingadrasl þarna og börn oft að leika sér í gamla skúrnum sem er reglulega brotist inn í. Er ekki ásættanlegur staður fyrir börn að leika sér þar sem þau geta auðveldlega slasast á draslinu.

Points

Byggingarrusl er ekki ásættanlegt inni í miðju íbúðahverfi auk þess sem þessi staður er slysagildra fyrir börn.

Það eru ekki lengur hlerar fyrir gluggunum og það er mikil brunahætta þarna ef einhver fer að fikta. Þetta er ekki lögleg söfnun á timbri.

Ótrúlegt hvað þessi ruslahaugur og slysagildra fær að standa lengi, þar sem það er búið að lofa ítrekað að þetta yrði fjarlægt.

Börn eru í stórhættu á þessu svæði eins og margoft hefur verið bent á. Ósjaldan eru þau einnig að leik uppi á skúr og komast jafnvel ekki niður aftur nema með aðstoð.

Bæði sóðalegt og hættulegt. Burt með þetta.

Íbúar hafa reglulega sl. 3 ár barist fyrir að lóðin verði heinsuð. Slysahætta er á lóðinni og íbúar á stöðugri vakt þegar óveður er eða börn að leik. Á sínum tíma samþykkti byggingarfulltrúi að hreinsa lóðina á kostnað eiganda. Sú heimild er enn í gildi en hefur ekki verið farið í hreinsun. Vitað er að búið er að biðja hverfastöð við Jafnarsel að hreinsa lóðina en lítið gertist. Mikilvægt að þetta bíði ekki lengur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information