Hraði bifreiða í Hæðargarði

Hraði bifreiða í Hæðargarði

Bílarnir sem keyra í gegnum Hæðargarði keyra allt of hratt auk þess sem umferð er svakalega mikil. Held það gæti verið sniðugt að loka götunni í miðjunni, kannski hjá leikskólanum þá losnum við við bílana sem eru bara að keyra í gegn. Þá komast allir sína leið enn gatan verður ekki notuð fyrir gegnum akstur. Það eru svakalega mörg börn sem labba yfir götuna á hverjum degi auk þess sem barnmargar fjölskyldur búa við götuna. Það yrði til mikilla bóta og mundi auka öryggi.

Points

Bílarnir sem keyra í gegnum Hæðargarði keyra allt of hratt auk þess sem umferð er svakalega mikil. Held það gæti verið sniðugt að loka götunni í miðjunni, kannski hjá leikskólanum þá losnum við við bílana sem eru bara að keyra í gegn. Þá komast allir sína leið enn gatan verður ekki notuð fyrir gegnum akstur. Það eru svakalega mörg börn sem labba yfir götuna á hverjum degi auk þess sem barnmargar fjölskyldur búa við götuna. Það yrði til mikilla bóta og mundi auka öryggi.

Sammála um að það þurfi að minnka hraða í Hæðargarði - 40-55 km hraði er allt of mikið í götu sem hefur þrjár skipulagðar hraðahindranir og engin virkar.

Ef götunni myndi vera lokað myndi versna verulega aðgengi akandi að leikskólanum, félgasmiðstöðinn fyrir eldri borgara í Hæðargarði og að Réttarholtsskóla. Í götunni er þegar búið að takmarka akstur við 30 km/klst hraða, sem og víðar t.d. í Breiðagerði, þar sem margir ökumenn virða þær takmarkanir því miður ekki (eins og svo víða annars staðar). Það þarf að finna aðrar leiðir til að fá ökumenn til að virða hraðatakmarkanir en að loka götum.

Þetta er frábær hugmynd, hér er búið að setja jafn margar hraðahindranir og hægt er og lækka hámarkshraða. Aðgengi að þjónustu ætti ekki að verða verra, hægt að komast að Breiðagerði öðru megin og leikskóla hinumegin. Eðlilegt er að fólk á leið í Réttarholtsskóla fari aðra leið en í gegnum íbúðargötu á leið sinni til skóla. Aukið öryggi, fyrir alla, bílstjóra og vegfarendur.

Það er nokkuð ljóst að umferðin um Hæðargarðinn er mikil og fer vaxandi. Fjölmargir... m.a. íbúar í Fossvogi, nota Hæðargarðinn til að þurfa ekki að keyra Bústaðaveginn og því má segja að margir líti á Hæðargarðinn sem "stofnbraut" eða tengibraut hverfisins. Þetta er auðvitað afleitt og skapar mikið ónæði og slysahættu. Það er ekki spurning að þessu þarf að breyta. Lokun götunnar um miðbik eða í annan endann (eins og Hólmgarðurinn er núna) gæti verið góð leið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information